.Líf mitt er freyðibað.

Ég lifi tvöföldu lífi. Á yfirborðinu er ég kaldlynd og erfið viðfangs. Undir niðri krauma ólgandi ástríður og ljósbleikt kandífloss flæðir um æðar mér. Ég er væmin og mér er illa við að viðurkenna það.

Ég er félagslega heft af kaldhæðni og vænisýki. Varnarmúrinn, þykkur og stöndugur, heldur jafnvel hugrökkustu sálum í hæfilegri fjarlægð. Innan þeirra hleyp ég þó berfætt um engin og velti mér glaðbeitt upp úr breiðum af sóleyjum og baldursbrám. Ég opna munninn og út úr mér rennur klístruð sykurfroða og jafnvel mér sjálfri verður óglatt við þennan óskapnað. Í brjálaðri sykurvímu snýst ég í hringi þar til ég enda flöt með nefið klesst við veggi múrsins magnaða. Ég er föst. Kemst ekki lengra og finn hvernig ökklarnir sökkva í ljósbleikri froðunni. Ég drukkna í minni eigin væmni áður en ég sé nokkurn tíma hvað er hinu megin við vegginn.

Það að líf mitt sé freyðibað kemur þessu máli alls ekkert við. Mér fannst það bara hljóma svo fjári skemmtilega.



Auður Ösp kl.22:02 þann þriðjudagur, ágúst 16, 2005


#









.Daz Gebbz. .Ázta. .Early. .Áza. .Znóra. .Cliff. .Ziggy.


  • mars 2003
  • apríl 2003
  • maí 2003
  • júní 2003
  • júlí 2003
  • ágúst 2003
  • september 2003
  • október 2003
  • nóvember 2003
  • desember 2003
  • janúar 2004
  • febrúar 2004
  • mars 2004
  • apríl 2004
  • maí 2004
  • júlí 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • maí 2005
  • ágúst 2005
  • mars 2007